Eftir Sahara Web
•
22. febrúar 2021
Uppskrift: 45ml Bulleit Bourbon 30ml ferskur sítrónusafi 30ml sykursýróp 1x eggjahvíta eða 1,5x teskeið *aquafaba (vegan) skvetta Angostura bitter sítrónubörkur Aðferð: Setjið bourbonið, sítrónusafann, sykurinn og eggjahvítuna í hristara og hristið vel án klaka (þetta kallast dry-shake eða þurrhristing) Opnið hristarann, fyllið af klaka og hristið aftur vel. Síið klakana frá, hellið yfir í lágt glas fullt af klökum og munið að notast við fínt sigti. Skreytið með sítrónuberki og skvettu af angostura bitter. *Aquafaba er safinn af kjúklingabaunum sem freyðir og gefur áferð líkt og eggjahvíta.