50ml Baileys Original Irish Cream
25ml Casamigos eða Don Julio tequila
1 teskeið hitað hunang
Skraut:
Sykrað chili
Chili flögur eða ferskur chili (valkvætt)
Aðferð:
Setjið öll innihaldsefni í hristara með 5-6 ísmolum og hristið þar til blandan er ísköld. Hellið draumablöndunni í Martini glas og jafnvel örlítið hunang yfir. Skreytið með chili að eiginn vali en við mælum með sykruðum chili... síðan smakka og njóta!
Sykrað chili skraut:
20 ferskur rauður chili
100ml sykur
100ml vatn
Aðferð:
Blandið sykri og vatni á heitri pönnu þar til sykur er bráðnaður og slökkvið undir. Skerið chili til helminga og fræhreinsið, skerið svo aftur í helminga þannig hver chili er fjórir hlutar. Setjið chili í sykursýrópið og látið malla í um 15mín eða þar til þeir eru mjúkir og kælið.
Kveikið ofninn á 90°c. Fjarlægið chili af pönnunni og látið mesta sykursýrópið drjúpa af. Stingið málmpinna gegnum chili og setjið á plötu með bökunarpappír og bakið í klukkustund eða þar til chili er orðinn alveg þurr, harður viðkomu og ekki klístraður. Fjarlægið teininn og sykraður chili er tilbúinn til notkunar... jömmí!