6 stórar eggjarauður
30g flórsykur, plús 9 tsk
300ml Baileys Orginal Irish Cream
300ml Þeyttur rjómi
200ml Nýmjólk
1 vanillustöng
Aðferð:
Hitið mjólkina og rjómann með vanillustönginni þar til það er heitt en ekki sjóðandi, takið hitann af og blandið Baileys út í. Þeytið eggjarauður og 30g af sykri þar til það er orðið ljóst og þykkt. Hellið Baileys blöndunni smám saman út í og blandið vel saman. Hitið ofninn í 160 °C. Fyllið eldfast mót með sjóðandi vatni svo það nái upp um tvo þriðju af hæðinni á mótinu. Bakið í 25 mín, það mun ennþá vera smá fljótandi í miðjunni. Kælið síðan í 2 klukkustundir.
Stráið sykri yfir kremið. Til að karamellisera skaltu annaðhvort setja undir heitt grill í um 1 mín eða nota gasbrennara þar til þetta verður gullinbrúnt.