100 ml Baileys Original Irish Cream
300 g tilbúið vanillukrem (custard)
300 g rjómaostur
1 pakki af hafrakexi
Pekanhnetur
Karamellusósa
Aðferð:
Myljið kexið þar til það verður duftkennt. Þeytið rjómaost og Baileys saman. Setjið kexmylsnur, rjómaostablönduna, vanillukremið og karamellusósuna í litla krukku að vild.
Látið ostakökuna standa í ísskápnum yfir nótt (eða a.m.k. 6 klukkustundir). Endið á því að skreyta með muldum pekanhnetum.