Blog Layout

10 ráð til að drekka betur

10 ráð til að drekka betur

Greinahöfundur:

Sóley Kristjánsdóttir

Kokteilsérfræðingur og vörumerkjastjóri
sterks áfengis 

Áfengi hefur fylgt manninum í þúsundir ára. Það er gaman að skála og lyfta glösum þegar á að gera sér glaðan dag, hitta vini og fjölskyldu, fagna áföngum og tímamótum, upplifa gleði, lyfta sér upp og skemmta sér. Flestir hafa þó sennilega upplifað þegar gamanið breytist í martröð en enginn stefnir á það í byrjun kvölds.

Áfengi er vandmeðfarið og öll viljum við hafa gaman án þess að vakna daginn eftir með eftirsjá. Það er leikandi hægt að skemmta sér án þess að líða illa daginn eftir og hér koma 10 góð ráð til að drekka betur: 


 

1.   Drekka vatn! Það er ekki hægt að segja þetta nægilega oft! Taktu skot af vatni á milli drykkja. Vertu alltaf með vatnsglas við hliðina á áfenga drykknum. Vatn vökvar líkamann á meðan áfengið er vatnslosandi.


2.     Ekki drekka á fastandi maga. Góð næring og magafylli er gríðarlega mikilvæg með áfengi. Matur með góðri fitu hjúpar magann og frestar upptöku alkóhóls. Trefjaríkur matur gerir líka mikið gagn en til dæmis rósakál, linsubaunir og popp brjóta niður áfengi og hindra að áfengið fari jafn hratt inn í blóðrásina. Dr.Veach mælir með rauðu kjöti, kjúklingi, skelfisk, avókadó, sveppum og heilkorni sem eru rík í zinki og nikótínsýru, tvö næringarefni sem draga úr alvarleika timburmanna í rannsókn sem var birt 2019 í Journal of Clinical Medicine.


3.     Sofa nóg. Fara óþreyttur út á lífið og ekki fara of seint að sofa eftir djamm. Svefnleysi veldur miklum óþægindum og meira að segja edrú fólk er oft alveg jafn ónýtt daginn eftir ef vakað er alla nóttina.


4.     Taktu C-vítamín. Fáðu þér búst í morgunmat með jarðarberjum, appelsínum og mangó en það er c-vítamínrík fæða eða kvöldmat með rósakáli, brokkolí og spínati og þá ætti dagskammturinn af c-vítamíni að vera gulltryggður.


5.     Þá kemur skellur en það ber að forðast kolsýrða drykki. Rannsóknir sýna að búbblur hvort sem er í kampavíni eða gosi flýta fyrir upptöku alkóhóls í líkamanum. Búbblurnar geta víkkað ummál magans sem leiðir til hraðari upptöku áfengis sem eykur líkur á slæmum morgundegi.


6.     Hafðu tölu á drykkjunum. Það er auðvelt að gleyma sér í hita leiksins en það er til dæmis hægt að setja 🍸 emoji til minnis í símann fyrir hvern drykk. Flestir vanmeta fjölda drykkja sem þeir hafa neytt.


7.     Farðu í ræktina áður en þú ferð á djammið. Losaðu þig við stress og fáðu útrás áður en þú færð þér í glas.


8.     Ekki reykja og drekka en rannsókn meðal 113 háskólanema sem skráðu reykingar, drykkju og líðan daginn eftir sýndi að þeir sem reyktu mikið juku hættu á alvarlegum timburmönnum, birt í Journal of Studies on Alcohol and Drugs.


9.     Maður er manns gaman. Það er betra að drekka í góðum félagsskap. Hafðu auga með náunganum og gættu að því að drukkið sé nóg af vatni, borðað nóg eða að taka hlé á drykkju ef komið er nóg.


10. Aldrei drekka og keyra. Það er ástæða fyrir mjög hörðum viðurlögum en áfengi og akstur fara aldrei saman. Skipulegðu farið heim áður en þú heldur af stað út á lífið, það borgar sig alltaf.



Njótið vel og gangið hægt um gleðinnar dyr


Kveðja,

Sóley

Eftir Sóley Kristjánsdóttir 18. nóvember 2024
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 180ml Thomas Henry Pink Grapefruit 10ml safi af nýkreistri sítrónu Skreytt með greipsneið eða sítrónu Aðferð: Fyllið glasið með klökum og hellið Black Label yfir klakana. Fyllið upp glasið með Pink Grapefruit og hrærið varlega ef þarf. Kreistið sítrónu yfir drykkinn og rennið sítrónunni yfir glasabarminn til að fá góða lykt og notið svo sem skraut.
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 18. nóvember 2024
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 26. júní 2024
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 26. júní 2024
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 26. júní 2024
Uppskrift:
Premium Plain eða Elderflower Tonic Water
13. október 2023
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 27. júní 2023
Uppskrift: 2 x ræmur af greipberki 10ml sykursýróp 20ml nýkreistur greipsafi 30ml Tanqueray No.TEN 50ml þurrt freyðivín greipbörkur Aðferð: Setjið ræmur af greipberki og sykursýróp í blöndunarglas og merjið saman. Bætið við No.TEN, ferskum greipsafa og fyllið upp með klökum. Hrærið þar til kælt. Hellið í kokteilblas og fyllið upp með ísköldu freyðivíni. Skreytið með greipberki.
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 8. júní 2023
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 60ml ananasdjús 10ml safi af nýkreistri límónu 30ml Coco Lopez eða kókossýróp Klípa af salti Skreytt með ananas eða límónu Aðferð: Öll hráefni sett í hristara fylltum með klökum og hrist duglega. Síað í hátt glas fylltu með klökum. Fleyta ofan á smá Black Label (valfrjálst).
27. apríl 2023
Uppskrift:
27. apríl 2023
Uppskrift:
Show More
Share by: