200 ml Baileys
2 egg (skilja rauðuna frá hvítunni)
150 gr dökkt súkkulaði, saxað
1 tsk ósaltað smjör
250 ml rjómi
Súkkulaði til skreytingar.
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið við eggjarauðum og smjöri og hærið saman.
Þeytið létt saman rjómann og Baileys og bætið hálfri blöndunni rólega saman við súkkulaðiblönduna.
Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær verða stífar og blandið rólega saman við súkkulaði og rjóma-Baileys blönduna.
Skiptið hálfri súkkulaði músinni niður í 4 glös, saxið smá súkkulaði þar ofan á. Ofan á súkkulaðið kemur svo rjóma-Baileys blandan, endurtakið lögin. Súkkulaðimús, saxað súkkulaði og rjóma-Baileys blanda. Skreytið með söxuðu súkkulaði.
Kælið í 3 tíma.