30ml Grand Marnier
30ml Don Julio tequila
15ml Ferskur nýkreistur limesafi
1 sneið lime
Klaki
Aðferð:
Byrjið á að fylla flatan disk af fínu salti. Skerið lime og strjúkið yfir helming af glasabarminum. Snúið glasinu á hvolf og setjið glasið í saltið.
Setjið síðan Grand Marnier, tequila, limesafann og klaka í glasið og hrærið vel. Skreytið síðan með limesneið og njótið.