Uppskrift:
45 ml Don Julio Blanco eða Reposado
20 ml ferskur lime safi
30 ml ferskur greipsafi
20 ml agave sýróp
Sódavatn
Salt og greipsneið
Aðferð:
Bleytið hluta af brún á háu glasi með greipsneið og setjið salt á glasbrúnina. Fyllið glasið af klökum og mælið Don Julio tequila, limesafa, greipsafa og agave sýróp út í glasið. Fyllið með Kristal og hrærið létt. Skreytið með greipsneið.
Einnig má nota Thomas Henry Pink Grapefruit í stað sýróps, sódavatns og greipsafa.