Þurr kaka sem á að fara í ruslið
600 gr rjómaostur
125 ml Baileys
500 ml rjómi (300 ml í ostakökuna, 200 ml á toppinn)
50 gr flórsykur
3 mtsk söltuð karmellu sósa
20 gr saltaðar kringlur
20 gr poppkorn
Aðferð:
Skerið 1,5 cm neðst af kökunni og setjið í bökunarform með bökunarpappír.
Hrærið rjómaost þangað til að hann verður mjúkur, bætið við Baileys, 300 ml af rjóma og flórsykrinum og hærið saman þangað til að blandan verður stíf.
Setjið blönduna yfir kökuna og jafnið út. Kælið í 4 tíma.
Þeytið 200 ml af rjóma og setjið ofan á kökuna ásamt kringlunum og poppkorninu.
Blandið saltaðri karmellu sósunni (hægt að kaupa tilbúna) og 1 - 2 teskeið af Baileys saman við og dreifið yfir kökuna.
Svo er bara að njóta!